top of page

Skilmálar:

MÁMSKEIÐ

Námskeiðsgjöld eru eingöngu endurgreidd ef námskeið fer ekki fram.

Togt ehf (netnamskeid.is) áskilur sér rétt til að aflýsa námskeiði án skýringa og skal þá endugreiða þátttakendum námskeiðsgjöld eins fljótt og mögulegt er.

Námskeið eru alfarið á ábyrgð námskeiðhaldara (leiðbeinanada) hvort um er ræða slys á fólki eða vanefndir að einhverju tagi sé um að ræða.

Námskeiðhaldarar (leiðbeinendur) í staðarnámi eða námskeið sem fer fram á einhverjum tilteknum stað ber fulla ábyrgð á þátttakendum og er bent á að kynna sér tryggingamál hverju sinni.

TOGT ehf ber eingöngu ábyrgð á greiðslum og miðlun upplýsinga um þátttakendur á námskeiði hverju sinni og að skilmálum sem hér er lýst sé framfylgt.

Námskeiðhaldari eða leiðbeinandi á námskeiði skuldbindur sig til þess að kenna samkvæmt lýsingu námsþátta sem auglýstir eru.

Komi í ljós að námskeið innihaldi ekki þá námsþætti sem leiðbeinandi hefur auglýst og sett fram í umsókn þá áskilur TOGT ehf sér rétt til þess að halda eftir námskeiðsgjöldum til endurgreiðslu þeirra.                                                                                                         

Togt ehf greiðir eingöngu eftir að námskeið og eftir að endurgjöf (umsögn) þátttakenda hefur farið fram. Endurgjöf er formi skoðanakannana sem allir þátttakendur námskeiðs fá sent frá TOGT ehf og fá til þess tvo daga til að svara spurningum hvað varðar námskeiðið. Greiðsla fer fram eftir að Togt ehf hefur vottað að námskeið hefur farið fram samkvæmt lýsingu námskeiðs.

Séu fleiri en 50% þátttakenda sem lýsa yfir að ekki sé farið eftir námskeiðslýsingu og námskeiðið innihaldi ekki þá námsþætti sem auglýsir voru þá áskilur TOGT ehf sér rétt til þess að halda eftir námskeiðsgjöldum og endurgreiða þátttakendum námskeiðs námskeiðsgjöld.

Allur kostnaður vegna námskeiðs er greiddur af námskeiðshaldara (leiðbeinanda) þar má einnig nefna allt tjón sem getur hlotist við framkvæmd og í námskeiði, tryggingar, efnisgjöld, ferðalög, verkfæri og hugbúnað.

Ábyrgðaraðili netmáskeið.is er:

TOGT ehf 

Hraðastaðavegur 11 

271 Mosfellsbær 

Kt: 700710-0410 

© 2024 Togt ehf  - Teikni- og Tækniþjónusta

bottom of page